SKÁLDSAGA

Sögur herlæknisins I

Hringurinn konungsnautur er fyrsta sagan í hinum stóra sagnabálki Zachariasar Topeliusar sem hann kallaði Sögur herlæknisins. Er það örlaga- og fjölskyldusaga sem spannar sögu Svía og Finna í tvær aldir eða frá því Gústaf Adólf kemst til valda allt fram á daga Gústafs þriðja. Meginþráður sögunnar er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir það um margt á Hringadróttinssögu Tolkiens. Umgjörð sögunnar er mjög hugvitssamleg, en Topelius lætur gamlan herlækni segja söguna og er lýsingin á því skemmtileg saga inn í sögunni sem gefur höfundinum ákveðið frelsi til að koma með utanaðakomandi skýringar og skoðanir inn í meginsöguna. Sniðugt stílbragð sem gengur fyllilega upp í höndum Topeliusar.

HÖFUNDUR:
Zacharias Topelius
ÚTGEFIÐ:
2012
BLAÐSÍÐUR:
bls. 170

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :